þriðjudagur, júní 24, 2008

Ég er að vinna við verkefni hjá Mayo Clinic sem fjallar um fjölmenningu. Eins og venjulega nota ég eingöngu qualitativar aðferðir og í þetta skiptið eingöngu einstaklings viðtöl. Ég tala við 30 MD´s, PhD´s, og fólk í stjórnun. Ég átti ekki vona á miklu, ég hélt að þetta yrði ekki mjög spennandi en annað hefur komið á daginn. Ég tala við óskaplega skynsamt og rökfast fólk sem hugsað hefur þetta til enda. Það verður flókið að greina viðtölin vegna þess að ég verð að forðast alhæfingar eins og heitan eldinn því þetta er einstaklingsbundið og að auki eru vandamálin tengd einstaklingum sem ekki eru gott fólk og því er minnihluta status kannski ekki það sem málið snýst um heldur snýst þetta um gæði og vinsamlegheit þess sem andstyggilegur er. Ég fer um viðan völl í umræðunni um fjölmenningu og hvaða áhrif hún hefur á stofnun eins og Mayo Clinic sem byggir allar rannsóknir á mismunandi nálgun og "problem solving skills" rétt eins og allar grunnrannsóknir gera. Það er jú hlutverk grunnrannsókna að "challenge underlying assumptions" og því skiptir mismunandi bakgrunnur þátttakenda miklu máli. Ég er búin með 17 viðtöl og á 13 eftir áður en ég held til Íslands þar sem ég verð að vinna að greiningu viðtalanna. Þökk sé nettengingum þa´get ég unnið þetta hvar sem er!

mánudagur, júní 23, 2008

Einhvernvegin líður tíminn og það voðalega hratt. Júlí eftir viku og Íslandsferð þann 3. Ég sit við og skrifa og skrifa alla daga og skila af mér fyrsta uppkasti 30. júní til leiðbeinandans míns. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig hún bregst við, hún hefur nú ekki verið alltof uppörfandi fram að þessu. 

Eftir að hann hætti að rigna fyrir viku síðan þá hefur skinið sól allan daginn alla daga. Það er kalt í lofti á nóttunni því það er enginn raki en það fer í svona 28-30 á daginn sem er afskaplega þægilegt hitastig

þriðjudagur, júní 10, 2008

Loksins er hætt að rigna. Það var kolvitlaust þrumuveður og það rigndi þessi lifandis ósköp um helgina en við sluppum samt við flóð nokkuð sem nágrannabæirnir til suðurs gerðu ekki. Þar eru fleiri tugir húsa á kafi og miklar skemmdir urðu á ökrunum. Það er enn ókyrrt loft yfir okkur og það er spáð hættu á þrumuveðri flesta daga fram að helgi. Vorið hefur verið kalt og einungis tvisvar hefur hitinn farið yfir 25 stig og er það mjög óvenjulegt. Á þessum tíma höfum við oftast haft um 15 daga af 25-30 stiga hita. Vonandi fer hann að hlýna, okkur er svo sem engin vorkunn, það er 19 stiga hiti núna fyrir klukkan 10 að morgni og það á að fara í 25 stig, en þetta á að vera hlýjasti dagur vikunnar

sunnudagur, júní 08, 2008

The graduate


The graduate
Originally uploaded by Kata hugsar

Við öll sjö


Við öll sjö
Originally uploaded by Kata hugsar

Bjarni, Kristín og Karólína


Adam byrjaði að ganga í gær og fer heim á morgun. Hann gengur svona 10-20 mínútur í einu, getur setið í stól í hálftíma en þreytist fljótt. Hann er rétt að byrja að borða svo allt lítur þetta ótrúlega vel út. Ég skil ekki ennþá hvernig mænan komst útúr þessu ósködduð og hversu hratt batinn gerist. Sumarið verður náttúrulega undirlagt af sjúkraþjálfun og hann þarf þolinmæði í stórum skömmtum en þetta lítur ótrúlega vel út. Vonandi rætast allar vonir og hann verður orðinn eins og nýr þegar skólinn byrjar hjá honum í haust.

laugardagur, júní 07, 2008

Það hefur ýmislegt gengið á frá því ég settist niður síðast til að skrifa línur á bloggið mitt. Háskólameistaramótið gekk ekki vel en það er nú allt í lagi, fyrir það mesta. Kristín útskrifaðist með pompi og prakt frá Princeton University og var útskriftin falleg en óskaplega löng og var útskriftarræða forseta skólans afar léleg, ég er meira að segja að hugsa um að skrifa bréf til skólastjórnar.

Það sem sett hefur þó mestan svip á líf okkar s.l. daga er slys sem Adam kærasti Kristínar lenti í nóttina fyrir útskrift. Hann datt niður af c.a. 5 metra háu þaki niður á stétt og braut á sér bakið. Hann mölbraut einn hryggjarlið og skaddaði alla vöðva, sinar og taugar í kring en kraftaverkið við það allt saman var að mænan er ósködduð. Það stakkst beinflís inní mænuna en sem betur fer þá fór breiðari endinn inn og náði ekki að skera mænuna. Hann var fluttur með sjúkraflugi hingað heim til Rochester og fór í uppskurð í gærkveldi sem gekk afar vel. Hann á að fá að standa í fæturna í dag. Hann vaknaði í morgun um klukkan 5 og byrjaði æfingar með því að leika sér með rúmið og lét það færa bakið upp og niður til að koma hreyfingu á það. 

Í dag er fyrsti dagurinn síðan slysið varð sem hér heyrist hlátur í húsi og það er hlegið oft og vel og læknavísindunum og þar með menntun og rannsóknum þakkaðar framfarir og fórnir margra.

Þetta slys breytti plönum okkar allra en vegna þess hversu góða vini Kristín á í Princeton þá gekk allt upp og fjöldi vina kom og hjálpaði við allt sem þurfti að gera svo Kristín og Adam gætu einbeitt sér að því að komast heim og í góðar hendur hér á Mayo Clinic.