föstudagur, september 18, 2009

Mikið voðalega sem mér líður vel því ég var að koma úr ræktinni minni. 90 mínútur í dag. 50 mínútur í cardío, 25 mínútur að lyfta og svo 15 mínútur í teygjur, maga og bakæfingar. Ég hef bara verið nokkuð dugleg að undanförnu. Ég sé á skjánum í ræktinni að af síðustu 12 dögum hef ég farið 10 sinnum og af þessum tveim frídögum fór ég út að hlaupa í Madison. Ekkert langt en út fór ég. Á morgun ætla ég að fara út að hlaupa meðfram Zumbro ánni, ég ætla að gera eina tilraun enn að koma mér í hlaupaform, það verður bara að koma í ljós hvort mjaðmirnar mínar þola þetta núna.

Veðrið hefir verið með ólíkindum gott síðan við komum frá Íslandi. Fyrstu nóttina eftir að við komum var þrumuveður og rigning en síðan þá hefur verið sól og logn uppá hvern einasta dag og svona 25-30 stiga hiti og nánast enginn raki og engar flugur. Gerist ekki betra. Reyndar er þetta ekki gott fyrir gróðurinn því það er allt orðið skraufþurrt en mikið sem þetta er gott veðurfar. Helgin á að vera eins en kannski fer að kólna eftir helgina, svona niður í 22-25 gráður en sól. Það er smá séns á rigningu á mánudaginn, sem væri náttúrulega bara allt í lagi.

Engin ummæli: