miðvikudagur, júní 10, 2009

Tengdaforeldrar mínir kvöddu okkur í gær en það eru nú bara fjórir dagar þangað til við sjáum þau næst. Við komum til Íslands á laugardaginn og reiknum með að keyra norður þann dag. Júbílering byrjar á sunnudaginn með göngu uppá vörðuna en þangað var ófært hið kalda vor 1979 og því ekki gengið við útskrift og ég hvorugt okkar hefur gengið að vörðunni síðan. Við júbíleringar höfum við alltaf verið degi of sein á svæðið en nú ætlum við sumsé að ganga að vörðunni. Ég er farin að hlakka all verulega til Íslandsferðar. Ég hef verið alltof lítið heima síðan í fyrra sumar, bara ein ferð í febrúar, og það er bara ekki nóg. Ég verð að standa mig betur.

Engin ummæli: