þriðjudagur, júní 02, 2009

Tengdaforeldrar mínir og mágkona hafa verið hjá okkur í eina viku. Sigga fór svo til Íslands í gær eftir fína viku hérna hjá okkur. Við höfðum það voðalega gott, átum reyndar alltof mikið og hreyfðum okkur ekki nóg, en stundum fer þetta svona. Núna er bara að taka ræktina með krafti næstu tvær vikurnar áður en við förum til Íslands. Gömlu hjónin verða svo hjá okkur eina viku í viðbót. Þau eru tiltölulega spræk, miðað við aldur. Þau eru þrátt fyrir allt 80 og 88 ára gömul og ferðast enn hingað til okkar.

Stelpurnar eru farnar til New York og verða þar saman í sumar. Karólína les á hverjum degi fyrir inntökuprófið í lögfræði og leitar sér að vinnu þess í milli. Það er nú ekki um auðugan garð að gresja í stóra eplinu. Kristín er að taka efnafræði og vinnur fulla vinnu með svo nóg er að gera hjá þeim. Þær systur og Adam búa saman í 30 fermetra íbúð svo það er eins gott að þau eyði ekki alltof miklum tíma í íbúðinni, allavega ekki öll þrjú í einu!

Engin ummæli: