Við Halli komum heim 13. júní og svo aftur í ágúst. Ekki svo langt þangað til.
mánudagur, maí 18, 2009
Ég er mikla heimþrá, þ.e. til Íslands. Þetta blessaða heim, hvar sem það nú er. Það skapast náttúrulega aðallega vegna þess að Halli og Bjarni eru heima en líka vegna þess að vorin eru oft svo yndisleg á Íslandi. Eftir langa, dimma og oft kalda og umhleypingasama vetur þá er svo yndislegt að fá bjart og ljúft vorið. Ég ætlaði að segja hlýtt vorið en það er nú allur gangur á blessuðu hlýindunu. Ég veit að það hefir verið hlýtt síðustu daga, allavega fyrir sunnan og eitthvað þar áður fyrir norðan og það er svo gott sérstaklega eftir alla stormana, rigningarnar, stórhríðarnar og hretin sem herjað hafa á Landið mitt kalda í eiginlegri og óeiginlegri merkingu í allan vetur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli