föstudagur, maí 08, 2009

Ég hef mikið velt fyrir mér Íslandi og ESB og hvort gott eða vont sé fyrir landið að sækja um aðild. Ég sé mikla hliðstæðu við Noreg að því leytinu til að olían þeirra er okkar fiskur. Ef Norðmenn gengju í ESB yrði olíueign þeirra stjórnað af ESB og á sama hátt yrði fiskveiðum Íslendinga stjórnað að ESB ef Íslendingar gengju í ESB? Er sumsé öllum auðlindum þjóða stjórnað frá ESB?

Ég er bara ekki alveg viss um hvernig þetta er og hvernig auðlindastýringu yrði háttað í raun.

Ekki þar fyrir að ég get ómögulega skilið hvernig ESB getur bjargað einu né neinu svona á næstu 2-3 árum þar sem innganga er langt ferli, fyrst á Íslandi og svo hjá ESB. Svo held ég að íslensk stjórnvöld verði að glíma við innanlandsmál og koma þeim á hreint áður en sótt er um inngöngu. Það verður víst að taka til hjá sér og skúra, skrúbba og bóna áður en sýnt er og söluferlið hefst.

Ég er ekkert viss um að innganga sé endilega vond en það þarf að taka til innanbúðar án ytri áhrifa áður en hægt er að velta fyrir sér kostum og göllum inngöngu.

Engin ummæli: