fimmtudagur, maí 14, 2009

Kall minn er á leið til Íslands á morgun ásamt frumburðinum. Þeir feðgar ætla að visitera um landið þvert og endilangt að mér skilst. Svo þarf að setja niður kartöflurnar, þær dýrustu sem fyrir finnast. Ég verð því ein í kotinu fram á miðvikudag en þá koma dæturnar keyrandi frá New York.

Í hvert sinn sem þær keyra þessa 20 tíma keyrslu þá verð ég alltaf jafn hissa á hversu brattar og sprækar þær eru við heimkomuna. Hún ég væri ekki svona hress eftir 20 tíma í bíl. Ekki einu sinni í þeirra góða félagsskap.

Engin ummæli: