þriðjudagur, maí 12, 2009

Ég er ekki alveg viss um að mér takist að taka þátt í þríþraut í sumar því mjaðmirnar mínar hafa svona af og til verið að mótmæla álaginu. Hjólið gengur vel og sundið ljómandi en hlaupin eru að angra mig. Alltaf þegar ég held að ég geti bætt við hlaupaæfingarnar þá bara garga mjaðmirnar og ég verð að taka pásu frá hlaupum. Ég æfi orðið a.m.k tvo klukkutíma á dag, þar af 60-90 mínútur í þoli og svo styrktar- og teygjuæfingar að auki og það er allt í lagi svo fremi sem ég hleyp ekki meira en 20-30 mínútur og ef ég hjóla fyrst í 45-60 mínútur þá verð ég fara afar varlega í að hlaupa á eftir og það er alveg sama hvað ég held púlsinum lágum eða háum, mjaðmirnar eru bara ekki alltaf til í að taka þátt í þessu skaki mínu. Ég hef prófað að halda púlsinum í 145, 155, 160 og 170 og jú það skiptir máli uppá hversu þreytt ég verð en mjöðmunum er eiginlega alveg sama hversu hratt eða hægt hjartað er að pumpa þær bara segja stundum stopp og ég get ekki þjösnað mér í gegnum verkina, það þjónar afar litlum tilgangi þegar komið er á minn aldur.

Vesen að vera með svona slitnar mjaðmir.

Engin ummæli: