föstudagur, maí 01, 2009
Mikið sem það er nú gott að vera komin heim. Nú eru engin ferðalög á dagskrá fyrr en í júní þegar við förum til Íslands. Það verður reyndar nóg að gera í vinnunni næstu vikurnar svo þetta er hið besta mál allt saman. Vorið er komið á fleygiferð og allt gras orðið grænt og komin græn slikja á skóginn. Sum berjatrjánna í bænum eru rétt um það bil að springa út og eftir viku til tvær verður bærinn bleikur og hvítur þegar öll berjatrén eru í blóma. Það er spáð 20-25 stiga hita og sól næstu vikuna svo kannski blómstra trén fyrr en seinna. Það hefur nefnilega rignt ágætlega að undanförnu og það er víst forsenda þess að allt blómstri og grænki. Kirsuberjatréð mitt er að gera sig tilbúið fyrir vorfegurðina en eplatrén eru eitthvað hálf döpur. Við þurfum að huga betur að þeim og athuga hvað um er að vera. Ég ætla að byrja tiltekt í garðinum á sunnudaginn og reikna með að setja niður sumarblómin innan tveggja vikna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli