mánudagur, maí 11, 2009

Ég les nú alveg ágætan skammt af íslenskum fréttum og að sjálfsögðu les ég af og til um íslensku útrásarvíkingana og hvernig þeir gengu til verka. Allt of oft hætti ég í miðju kafi því ég hreinlega missi söguþráðinn hvað eftir annað og ef ég ekki skrifa hreinlega niður jafnóðum nöfn og fyrirtæki og teikna svo inná hvernig hver tengist hverjum, svona rétt eins og ég gerði sem unglingur þegar ég var að lesa Íslendingasögurnar í fyrsta sinn, þá bara næ ég ekki sambandi við efnið. Af og til koma svo greinar sem skýra þetta svo ég skilji og er grein/pistill Sigrúnar Davíðsdóttur ein af þeim. Svei mér þá ef ég skildi bara ekki um hvað var fjallað og hver atburðarásin var og tengsl aðalleikaranna.

Ég er nú kannski eitthvað treg en þessi krosseignatengsl og tengslanet skil ég bara ekki nema að litlu leiti. Ég skil að þetta snýst um krosseignatengsl og þátttakendur lána og taka lán hjá sjálfum sér með veði í loforðum og væntingum en ég bara veit ekki hver er hvað og hvers er hvurs því ég man aldrei nöfn þátttakendanna.

Kannski var bara þessi lýsing á nógu litlu athæfi til að ég skildi og náði söguþræðinum.

Engin ummæli: