fimmtudagur, maí 07, 2009

Þegar ég var í ræktinni í fyrradag þá horfði ég á Dr. Phil í sjónvarpinu. Hann var í Detroit að tala við og um fólkið í borginni þar sem atvinnuleysi er gífurlegt, bílaverksmiðjurnar loka hver á fætur annarri og þeir sem hafa vinnu lifa í ótta að missa vinnuna. Hann talaði mikið um árhifamátt hugarfarsins, jú það er erfitt að missa vinnuna og það er skelfilegt að geta ekki borgað reikningana en hann benti líka á að þótt börnin hafi ekki Wii og hætta verður með kapalsjónvarp þá er eftir sem áður hægt að tala saman, fara út úr húsi, leika sér og spila leiki sem ekkert kosta. Hann talaði líka um áhrif þess að sífellt að tala um hversu ömurlegt ástandið sé og hve allt sé breytt og á niðurleið. Hann sagði eitthvað sem svo að það er hægt að tala sig inn í eymdina og það er líka hægt að tala sig útúr henni.

Ég veit að ég lifi við forréttindi og að okkur líður vel og því er erfitt að setja sig inní spor þeirra sem erfitt eiga en það hefur ekki alltaf verið auðvelt hjá okkur og við höfum ekki alltaf átt fyrir mat, hvað þá leikföngum fyrir börnin og ég veit hversu hugaraflið getur verið sterkt. Það hef ég reynt oft og mörgum sinnum.

Engin ummæli: