fimmtudagur, júní 04, 2009
Veðrið hefur verið óvanalegt síðustu vikuna. Það eru tvær risastórar hæðir yfir norðurhluta landsins og þær hafa orðið þess valdandi að loftið er kyrrt, en hæðinni hérna megin landsins hefur fylgt afar þurrt loft. Í gær sögðu veðurfræðingar að loftið væri "bone dry" eða bara með 24% raka sem er ótrúlega þurrt. Þetta hefur valdið því að það er kalt á nóttunni, það voru 8 stig klukkan 5 í morgun, en svona um 25 stigin og sól yfir daginn. Um leið og sólin sest á kvöldin þá kólnar hratt en hlýnar að sama skapi vel yfir daginn. Það sér ekki fyrir endann á þessu mynstri svo kannski verður þetta svona þangað til við förum heim eftir rúma viku. Vonandi ekki því það þarf að vökva svo mikið með þessari veðráttu, það þornar allt á örskotsstundu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli