þriðjudagur, febrúar 10, 2009

Þá er ég loksins að komast yfir jet-lag. Það tók fjóra daga í þetta skiptið. Mér finnst þetta svo óþægilegir dagar, eiginlega finnst mér ég lifa svona við hliðina á sjálfri mér og næ alls ekki að gera allt sem þarf. Ég er á einhverjum leiðinda hálfum dampi. Nú er þetta allt að koma og ég komin með tvö ný verkefni á Mayo og kannski eitt á Íslandi. 

Engin ummæli: