Ég gerði góða ferð til Íslands og eftir tíu daga þar var ég í þrjá daga í New York hjá Kristínu og Adam og svo sá ég Karólínu líka því hún var að keppa þar. Það var ískyggilega kalt á fimmtudaginn þegar ég lenti en svo snögg hlýnaði og í gær var 15 stiga hiti og sól og alveg óskaplega fallegt. Vor í lofti og göturnar fullar af fólki. Ég hafði pakkað fyrir Íslandsferð og vetrarkulda og var því bara með loðfóðraða kuldaskó og dúnúlpu og var ekki vel undir vorloftið búin. Fæturnir voru soðnir eftir daginn og svitinn bogaði af hinni heitfengu mér.
Það er ekkert eins notalegt og hlýr og fallegur dagur eftir langa kuldatíð. Hér heima í Rochester er hlýtt en þokuloft og á morgun verður aftur hlýtt en sólin á að skína allan daginn.
Það verður vetur næsta mánuðinn eða svo en þá fer líka að vora.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli