Ég er eiginlega hætt að reyna að skilja hvernig íslenska réttarkerfið virkar. Það virðist vera illa undir það búið að taka á hvítflibbaglæpum og annaðhvort eru lög og reglur svo illa skrifaðar að það er auðvelt að komast undan eða að það fólk sem vinnur í þessu er ekki vel að sér eða hefur enga reynslu af svona vinnu. Æ, æ, þetta er ekki gott ef á að nást í þessar eignir allar því það er á hreinu að ógnarmagn af fjármunum, sem með réttu tilheyrir Íslendingum, er falið hingað og þangað um heiminn.
mánudagur, febrúar 23, 2009
Hvers vegna í veröldinni hefur enginn af útrásarvíkingunum verið svo mikið sem kallaður fyrir dómara? Enginn þeirra hefur verið sóttur til saka, enginn hefur verið kallaður til ábyrgðar og það sem verra er að það lítur út fyrir að enginn þeirra verði sóttur til saka. Lítið fréttist af rannsókninni, enda kannski of stuttur tími liðinn en þeim mun meiri tími sem líður þeim mun meira svigrúm er til að koma eignum undan. Svo koma allar þessar fréttir af fjölda eigna og fjármunum Íslendinga í skattaparadísum heimsins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli