þriðjudagur, janúar 27, 2009

Þá er ég lent, búin að sofa og held að ég sé komin með rænu aftur. Ferðin gekk ljómandi vel nema að leigubílastjóri í New York reyndi að snuða mig um $200, ég komst að því þegar ég kíkti á bankareikninginn minn í morgun. Vonandi tekst mér að afturkalla þessar færslur. 

Það var éljagangur þegar við áttum að lenda og vélin stefndi í austurátt lengi vel og við flugum yfir Reykjavík og svifum yfir Esjunni en þá var snúið við og lent í Keflavík háftíma á undan áætlun. Annars þykir mér anda köldu á landinu bláa, ekki í veðurfræðilegum skilningi.

Engin ummæli: