þriðjudagur, janúar 06, 2009

Við (lesist ég) vorum svo heppin að fá mynd- og hljóð diskinn frá tónleikum Vilhjálms Vilhjálmssonar í jólagjöf mér til mikillar ánægju. Við systurnar fórum á minningartónleika sem haldnir voru í Salnum í fyrravetur og það var óskaplega gaman. Þetta var allt öðruvísi, mun unfangsminna, en óskaplega skemmtilegt. Ég er nú ekki hrifin af öllum flytjendunum en það er bara vegna þess að ég er gamaldags og fer fram á að flytjendur haldi lagi og svoleiðis. Ég hef mun meira gaman af mynddisknum en hinum aðallega vegna þess að ég á nánast allt sem gefið hefur verið út af þessum lögum og á ég mér að sjálfsögðu uppáhaldsútsetningar og flytjendur. Ég verð að segja að þegar Jóhann Vilhjálmsson byrjaði að syngja Lítill drengur þá fékk ég hroll eftir bakinu því hann hefur óskaplega fallega rödd og ótrúlega líka föður hans. Eins finnst mér Diddú gera Frostrósum falleg skil svo ekki sé talað um Íslenskt ástarljóð í flutningi Þuríðar en einhverra hluta vegna er hvorugt þessara laga á hljóðdisknum.

Engin ummæli: