fimmtudagur, janúar 08, 2009

Jólaskrautið er smám saman að hverfa ofaní jólakassana sem svo fara úr augsýn næstu ellefu mánuðina á hilluna í geymslunni. Halli vill ekki láta jólatréð hverfa alveg strax svo það stendur fram að helgi. 

Ég held áfram að leita mér að vinnu. Það gengur hægt því á Mayo eru engar nýjar stöður auglýstar og ef staða losnar þá verður ekki fyllt í hana nema að það losni tvær. Sumsé ein ráðning fyrir hverjar tvær lausar stöður. Það er samt ekki alveg kolsvart, ég hef nokkrar stöður á radarnum og það var haft samband við mig að fyrrabragði vegna verkefnis sem Mayo er að fara útí með Obama stjórninni. 

Allt samt afar óljóst en ég hef grun um að ég þurfi góðan skerf af þolinmæði næstu vikurnar og kannski mánuði.

4 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Gangi þér vel í atvinnuleitinni Kata mín, þú færð örugglega eitthvað flott starf :)

Katrin Frimannsdottir sagði...

Þakka þér fyrir Guðný mín. Á meðan ég leita þá held ég áfram að vinna við litlu verkefnin.

Nafnlaus sagði...

Er einhver manneskja þarna ytra sem er duglegri (hæfari) en þú og hvernig skyld hún þá vera?
Halur

Katrin Frimannsdottir sagði...

Alltof margar, því er nú fjandans ver.