Í Mogga í dag er tvennt sem ég rak augun í og er grundvallar atriði í hugmyndafræðinni að mér finnst. Í fyrsta lagi segir Jurgen Stark: "Þegar allt kemur til alls, þá er gjaldmiðill grunnþáttur fullveldis. Að deila sameiginlegum gjaldmiðli felur í sér að deila sameiginlegri pólitískri framtíð." Sumsé erum við til í að deila okkar pólitísku framtíð með hinum einstöku ríkjum ESB. Ég las reyndar grein um helgina eftir lagaprófessor sem ég man ekki hvað heitir þar sem hann ræðir muninn á fullveldi og sjálfstæði og hvað hvert hugtak þýðir og ég hef á tilfinningunni að við séum að gefa frá okkur stóran hluta sjálfstæðisins.
Hitt atriðið er : "Og þar sem ákvarðanir í myntbandalaginu væru teknar út frá hagsmunum svæðisins í heild, en ekki staðbundnum hagsmunum, þá þyrfti að tryggja að efnahagur hvers ríkis væri nógu traustur fyrir myntbandalagið." Væri þá ekkert tillit tekið til sérstöðu Íslands? Samkvæmt þessu þá skipti sérstaðan litlu máli því hagsmunir allra koma á undan sérhagsmunum landa. Og pínkulitla Ísland með 0.012% meðlima fjölda væri í hættu að verða kaffært.
Svo er náttúrulega stóra spurningin hvort við hreinlega verðum að vera aðilar einmitt vegna smæðarinnar og því verður að láta tilfinningamál lönd og leið því við hreinlega getum ekki staðið utan ESB, þannig yrðum enn meira kaffærð.
Og áfram les ég!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli