þriðjudagur, janúar 13, 2009

Nú fer miður janúar að nálgast og þá má alltaf búast við köldustu dögum ársins og það stendur heima. Hér var stórhríð í gær og þegar hætti að snjóa þá kom kuldinn og hér var -29 stig í morgun, og -43 með vindkælingu, og hann fer kólnandi. Það gæti farið niður í -35 á morgun og hinn og einhver vindur verður líka með. Ég ætla ekki á skíði næstu daga. 

Það er óskaplega fallegt úti, það vantar ekkert uppá það. En mikið voðalega er ég þakklát fyrir að miðstöðin í húsinu er í góðu lagi...7-9-13

Engin ummæli: