mánudagur, janúar 19, 2009

Lífið gengur sinn vanagang hérna á sléttunni og allt í sínum föstu skorðum. Það er nú ekki margt spennandi sem gerist hér í sveit í kaldasta mánuði ársins. Ég er farin að hlakka mikið til Íslands fararinnar eftir rétta viku og svo fæ ég að sjá Kristínu í nokkra klukkutíma þann daginn því ég þarf að fljúga í gegnum New York og svo stoppa ég hjá henni í þrjá daga á leiðinni til baka. Vonandi verður Karólína að keppa í New York þá dagana en það er reyndar allt í óvissu því það var verið að bæta á hana tveim mótum um næstu og þarnæstu helgi. Reyndar á ég frekar vona á að þjálfarinn gefi henni frí frá New York ferð því annars keppir hún þrjár helgar í röð.

Hún Annika litla fósturbarnabarn var hjá okkur um helgina þegar pabbi hennar var að keppa á gönguskíðamóti og mamma hennar var á vakt. Hún er alltaf jafn yndisleg og það lífgar svo mikið uppá á tilveruna að fá að hafa hana.

Engin ummæli: