Ég trúi því þegar ég sé það.
föstudagur, janúar 16, 2009
Enn er brunagaddur og allir skólar lokaðir. Ég var að vinna niður á Mayo Clinic í gær og skildi íþróttatöskuna eftir í bílnum með símanum mínum í. Þegar ég kom aftur 4 klst seinna var síminn beinfrosinn. Allir takkarnir óvirkir og batteríið í pásu. Þegar ég kom í ræktina voru íþróttafötin svo köld að ég þurfti að hita þau með hárblásara áður en ég vogaði mér að fara í þau. Skórnir voru beingaddaðir og ég gat ekki beygt þá. í dag er veðrið alveg eins ig í gær en það á að hlýna í -14 í dag og svo smám saman næstu daga þangað til hann gæti jafnvel tekið uppá því að fara upp fyrir frostmark í byrjun næstu viku.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli