mánudagur, janúar 12, 2009

Það er svolítið merkilegt að fylgjast með umræðunni um mótmæli á Íslandi og er ég þá aðallega að hugsa um það sem gerðist á gamlársdag hjá Hótel Borg þegar bræður lentu í samstuði við mótmælendur. Eða kannski þegar mótmælendum var mótmælt. Uppákoman í morgun þar sem uppsögn þeirra bræðra var lögð fram, af grímuklæddum einstaklingum og væntanlega ekki þeim sjálfum, er merkileg uppákoma því hún sýnir svo vel að það eru bara þeir sem mótmæla "rétt" og á "réttan" hátt og fyrir "réttan" málstað sem eiga rétt á því að vera reiðir og þá að mótmæla eða að láta aðra vita á táknrænan hátt að þeir séu ósáttir. 

Fólk er hvatt til að taka þátt í mótmælum og ef það er ósátt við aðferðir, frummælendur eða málstaðinn og situr heima þá er það úthrópað sem fólk sem ekki er með samfélagslega ábyrgð.

Ég tek það fram að ég er ekki að verja þá bræður né þá sem mótmæltu á Borginni, því hvorutveggja finnst mér rangt. En þetta er merkilegt fyrirbæri þegar fólk mótmælir fyrir hönd "allrar" þjóðarinnar á þann hátt að "allir" eru sammála aðferðunum en samt þegar mótmæt er á annan hátt þá er það "rangt" vegna þess að málstaðurinn var rangur.

Engin ummæli: