miðvikudagur, janúar 14, 2009
Ég ætti nú að nota hádegismatartímann í að moka frá húsinu mínu en ég er með einhverja lumpu í dag, hálsbólga og beinverkir, og langar voðalega lítið til að fara út í 22 stiga frostið til að moka frá. En það verður víst að gera það svo ætli ég hundskist ekki út á eftir vafin inní allt það hlýjasta sem ég á af fötum, sem er nú talsvert. Ég verð líklegast eins og "overstuffed teddybear" sem varla getur sig hreyft.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Brrr, manni verður nú bara kalt að lesa veðurlýsingarnar hjá þér. Vonandi hressistu fljótt af þessari lumbru.
Kaldasti dagurinn í þessu kasti verður á morgun og þá gæti hann farið niður í -35. Það er ótrúleg kalt.
Skrifa ummæli