miðvikudagur, janúar 21, 2009

Ekki skil ég hvað íslenska ríkisstjórnin er að hugsa. Samskipti við almenning er greinilega ekki þeirra sterka hlið, stjórnmálamenn tala sjaldan til og við almenning og þegar það er gert þá hef ég á tilfinningunni að bara lítill hluti sé sagður. Það er eins og almenningi sé ekki treystandi fyrir sannleikanum. Þaðan kemur öll óvissan. Hér í landi er ekki síður óvissa en mér finnst samskipti vera mun betri, fjölmiðlar standa sig afar vel við að upplýsa almenning, fréttamenn spyrja af þekkingu og tala við fólk með virðingu og það er notað kurteislegt orðbragð og rétt mál. Stjórnmálamenn tala af þekkingu um málefni, og koma fram með upplýsingar sem skipta máli. Obama er alveg sér á báti hvað þetta varðar, hann virðist vera afar duglegur að setja sig inní mál og ef hann ekki hefur þekkingu þá fær hann fólk til sín sem hefur hana. Hann hefur heldur ekkert verið að fegra ástandið, ekki einu sinni í embættisræðunni í gær. Ég var mjög hissa hvað hann var hvass og var með lítið froðusnakk, falið í orðaflaumi og orðum sem fáir skilja. Hann talaði venjulegt en afar gott mál. Það var ekki erfitt að heimfæra margt af því sem hann sagði uppá íslenskar aðstæður:

 "Our economy is badly weakened, a consequence of greed and irresponsibility of some, but also a collective failure to make hard choices and prepare the nation for a new age."

 "Nor is the question before us whether the market is a force for good or ill. Its power to generate wealth and expand freedom is unmatched, but this crisis has reminded us that without a watchful eye, the market can spin out of control-and that a nation cannot prosper long when it favors only the prosperous..."

Ekki það, hér eru ótal mörg óhugnanlega ljót mál í gangi en eftir því sem ég best fæ séð taka afar fáir stjórnmálamenn þátt í þeim. Þeir eru ekki einu sinni í klappliðinu, nema í Chicago!

Engin ummæli: