fimmtudagur, janúar 15, 2009

Í dag er hrikalega kalt, öðruvísi er ekki hægt að lýsa 34 stiga frosti. Öllum skólum er lokað í dag því börn mega ekki bíða autandyra eftir skólastrætónum í þessum kulda. Nýi hitamælirinn er sprunginn/frostinn og getur ekki sýnt svona mikinn kulda. Á hann þó að geta þolað -50 skv. leiðbeiningum. 

Halli ætlar ekki að hlaupa í vinnuna í dag. Í gær var hann svo dofinn á höndunum þegar hann kom í vinnuna að hann gat ekkert gert í dágóða stund. Ekki gott fyrir mann í hans vinnu. Sem betur fer hafði hann ekki aðgerð fyrr en seinna um daginn. Bara fundahöld til að byrja með. Í gær var þó bara -24 um morguninn.

Ég held mig heimavið þangað til ég þarf að fara niður á Mayo um hádegið.

Engin ummæli: