þriðjudagur, janúar 20, 2009

Ég hefði betur látið vera að halda að dádýrin kæmu ekki í fæðuleit í garðinn minn fyrr en hlýnaði. Ég opnaði framdyrnar áðan og sá þá dádýraspor á stéttinni. Dýrið hafði gengið á stéttinni, sem er bogadregin fyrir framan húsið, að tröppunum og nagað runna og reynt að grafa upp fjölærar plöntur. Það er líklegast lítið um æti í náttúrunni þessa dagana fyrst þau eru svo ágeng að koma alla leið heim að dyrum.

Engin ummæli: