þriðjudagur, janúar 20, 2009
Í dag er mikill ánægju- og merkisdagur því við fáum nýjan forseta. Og þvílíkur sómamaður. Mér virðist hann vera enn betri en mér nokkurntíma fannst á meðan á kosningabaráttunni stóð og fannst mér hann þó góður þá. Loksins fer kalluglan hann Bush og vonandi lætur hann sig hverfa í Texas. Væntingar til handa Obama er ógnarháar og það er ekki nokkur leið að maðurinn geti uppfyllt alla þá drauma sem fólk virðist hafa en ég er ekki í vafa um að landið, og heimurinn, sé mun betur komið með hann við stjórnvölinn en forvera hans í starfi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli