Nú erum við orðin ein í kotinu aftur. Karólína fór í skólann í gær og Bjarni og Nicole, sem voru hjá okkur yfir helgina, fóru seinni partinn í gær. Þetta var yndislegt jólafrí en nú er komið að rútínu hversdagsins. Nokkuð sem mér líkar afar vel. Nú er á áætlun að ganga frá doktorsritgerðinni svo hægt verði að gefa þessi ósköp út og svo að finna vinnu. Það verða forgangsverkefnin þennan veturinn. Ég á vona á að koma heim til Íslands í viku, c.a. 31. janúar - 6. febrúar en það fer svolítið eftir atvinnuleit þessa vikuna hvaða daga ég verð nákævæmlega heima en ferð heim er á dagskrá. Ég verð að kíkja á Lönguklöpp og sjá hvernig viðgerð gengur, athuga hvort allt sé í lagi á Kvisthaganaum, fygjast með mömmu, heimsækja fjölskylduna og svo vinina að sjálfsögðu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hvenær veit maður hvað er rétt eða rangt í blöðum, sem lesin eru og gefin út á Íslandi?
Halur H.
Það er nú vandamálið. En eftir sem áður þá þarf ég að gera það upp við mig hvað ég vil vegna þess að þetta er allt á gráu svæði og í raun ekkert hægt að vita áhrif aðildar fyrr en eftir á. Þá er það víst of seint!
Skrifa ummæli