þriðjudagur, janúar 20, 2009

Dádýraslóð


Dádýraslóð
Originally uploaded by Kata hugsar
Dádýrin fylgja mjög föstum stígum og þeir eru alltaf þeir sömu frá ári til árs. Einu skiptin sem þau fara útaf sporinu er þegar einhverja næringu er að hafa fyrir utan slóðina. Núna eru flestar plönturnar mínar vel faldar undir snjónum en það er bara spurning hvenær dýrin ráðast á sírenurnar sem eru tæpir þrír metrar á hæð. Dádýrin sækja mjög í þær svo og hlynina. Það er önnur slóð fyrir ofan húsið sem er mun nær þessum plöntum, svo það er bara að sjá hvað verður þegar fer að hlýna.

Engin ummæli: