Annars bíður okkar mikið af ferðalögum útum allan heim svo og hér innanlands á þessu herrans ári 2009. Á Íslandi bíður okkar skipulagning á sumrinu en þá verður fimmtugsafmæli, 30 ára stúdentsafmæli og áttræðisafmæli tengdamömmu. Við erum að reyna að koma öllu fyrir á mánaðardeginum svo og mótunum hjá Karólínu. Það hefst en kannski með því að sleppa einhverju skemmtilegu, og það verður þá bara að hafa það.
fimmtudagur, janúar 01, 2009
Það var afskaplega rólegt hér hjá okkur á gamlárskvöld. Við vorum bara þrjú hérna heima í mat og svo skelltum við okkur í bíó. Það fer lítið fyrir áramótafagnaði hér í bæ, það er helst innan fjölskyldna og þar sem við eigum enga þá eru það bara við sem skemmtum hvoru öðru. Undanfarin ár höfum við verið hjá vinum okkar en þau eru í San Francisco þessi áramótin og því höfðum við það bara rólegt. Mér líkar það ágætlega þótt ég viðurkenni fúslega að ég hefði frekar kosið að vera á Íslandi, annað hvort sunnan eða norðan heiða. Kannski næsta ár. Annars hef ég verið illa haldin af Hawaii löngun síðustu daga og vikur. Það eru þrjú ár núna í janúar síðan við fórum þangað síðast og nú er kominn tíma á að fara aftur...að mér finnst en ekki Halla.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli