miðvikudagur, desember 31, 2008

Aldrei hef ég strengt áramótaheit. Nákvæmlega hvers vegna veit ég ekki, ég hef ekki fundið neina þörf hjá mér að gera það. Hér þykir það sjálfsagt mál að strengja heit og fólki er oft brugðið þegar ég segist ekki hafa gert neitt slíkt. Ég hef oft tekið ákvarðanir um að breyta einu og öðru og mjög oft hef ég staðið við það en það hefur aldrei verið á ármótum. Þegar ég breytti um lífsstíl fyrir rúmlega þremur árum síðan þá urðu bæði næringarráðgjafinn og þjálfarinn minn hissa á tímasetningunni; byrjun nóvember, rétt fyrir Thanksgiving og jólamánuðinn. Báðar spurðu hvort ég væri viss um að ég vildi byrja á þessu svona rétt fyrir matarhátíðar ársins. Báðar spurðu mig svo seinna meir hvort ég hefði strengt áramótaheit...árið áður. Fyrra svarið var já og hið síðara nei. 

Þjálfarinn velti því oft fyrir sér hvað hafi orðið til þess að ég ákvað að breyta til og þeirri spurningu hef ég líka oft velt fyrir mér en ég hef ekki hugmynd af hverju. Ég hef aldrei á ævinni farið í megrun og ég hafði ekki velt þessu fyrir mér lengi, ég hafði svona leitt að þessu hugann og svo var ég að lesa bókina sem kemur frá Ræktinni og þar var prógram sem mig langaði að prófa og það gerði ég. Það var hvorki flóknara né einfaldara en það. 

Ég hreinlega hef ekki hugmynd hvað það ætti að vera ef ég skildi nú strengja áramótaheit í kvöld en það er af miklu að taka ef ég lít á það sem leið til betrunar.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Hittumst heil á nýju ári, árinu sem ég verð fimmtug!

1 ummæli:

Fljótur leið til að endurreisa þig með elskhuga þínum sagði...



Galdramyndir þínar til að giftast unnu mér. Vegna hjónabandar þinnar býð ég að ég er núna giftur. Takk a einhver fjöldi af Doc Hlutir. Ég skulda þér.Viltu samband við Doc ham Hér templeofanswer@hotmail.co.uk eða Whatsapp (+2348155425481)