fimmtudagur, desember 11, 2008

Stelpurnar mínar koma heim í dag. Ég hlakka svo til. Miklu meira til þess að fá þær heim en að útskrifast. Það verður samt yndislegt að hafa alla fjölskylduna hjá mér á morgun. 

Það er óskaplega fallegt úti. Sól, logn og snjór yfir öllu. Ég fór út í smá göngutúr í morgun við sólarupprás um klukkan 7:30, og það brakaði svo fallega í snjónum, morgunloftið var svo tært, grenitrén þakin, trjágreinar eikartrjánna alsettar snjó og dádýr á hlaupum.

Ég sakna þess svo oft að kenna ekki á skíði lengur. Þá fór ég út á hverjum morgni, hvernig sem viðraði, og var úti í nokkra klukkutíma. 


Engin ummæli: