laugardagur, desember 27, 2008

Það sem við höfum haft það gott um hátíðarnar. Því miður þá tekur allt svona sæluástand enda um síðir og hér í landi eins-dags-jóla þá er ekkert til sem heitir romjul eins og í Noregi eða 13 dagar jóla eins og á Íslandi. Nei, einn dagur skal það vera og hann er kominn og farinn. Við höldum uppá á okkar jól að íslenskum sið svona eins og hægt er en Kristín fer til New York í fyrramálið því hún byrjar að vinna á morgun. Karólína verður þó eftir og fer ekki fyrr en þann 4. janúar. Hún á ein jól eftir enn þangað til vinna tekur við hjá henni og þá er nú ekki gott að vita hvert lífið tekur hana í lífsdansinum. 

Það hefur verið ógnar kalt hér, þangað til í gærmorgun þá brá svo við að hiti fór yfir frostmark og það varði í allan gærdag. Við Halli fórum í mat til vina okkar í Minneapolis í gærkveldi og það var mjög erfitt að keyra uppeftir því það var svarta þoka vegna uppgufunar. Við skiptumst á að keyra því við þreyttumst fljótt við að einbeita okkur við það eitt að hnikast áfram. Ég var mest hrædd við dádýr en Halli við bíla sem keyrðu hægar en við, og merkilegt nokk þá gerðist það nokkrum sinnum og lúsuðumst við þó. Heim komum við heilu og höldnu rétt um miðnætti eftir yndislegt kvöld í vinahópi þar sem norska var aðal-tungumálið. 

Engin ummæli: