mánudagur, desember 08, 2008

Hér er stórhríð í uppsiglingu. Það á að snjóa og blása í alla nótt og fram eftir degi á morgun. Kannski ekki alveg svona 1975 Akureyrsk vikulöng stórhríð þegar hús fóru á kaf og bílar týndust undir fannferginu en það á að koma allt að 30 sentímetra jafnfallinn, sem svo fýkur í skafla. Karólína er farin að hlakka mikið til heimferðar á fimmtudaginn. Hún hefur ekki séð snjó síðan um síðustu áramót. Það fer nú lítið fyrir snjónum þarna í norður Karólínu. Kristín kemur líka á fimmtudaginn en hún stoppar bara í 36 tíma, svona rétt til að sjá mömmu gömlu útskrifast og þá verður öll fjölskyldan saman komin mér til ómælanlegrar gleði. Kristín er líka farin að hlakka óskapleg mikið til. Það verður gaman hjá okkur, og svo enn meira gaman þegar hún kemur heim yfir jólin.

Engin ummæli: