fimmtudagur, desember 18, 2008
Það er erfitt að flytja slæmar fréttir, því hef ég fundið fyrir síðustu daga. Ég er að skila af mér úttekt á deild sem á í miklum vandræðum og það kom í ljós að ástæðurnar eru tvískiptar. Annarsvegar eru það lélegir stjórnendur sem nota hræðslupólitík til að halda staffinu í skefjum og á hinn bóginn eru það stjórnendur sem ekki valda starfinu við mjög erfiðar aðstæður. Stjórnendur sem vilja hafa puttana í öllu og segja öllum fyrir verkum, og það í smáatriðum. Engum er treyst og enginn virðist kunna til verka nema stjórnendur, að þeirra eigin áliti. Allir aðrir eiga að skila af sér skýrslum í tíma og ótíma um gang mála, tíma sem væri mun betur varið í að vinna verkin sem þarf að klára. Þessum niðurstöðum er ég að skila af mér til þessara stjórnenda. Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem ég skila svona erfiðum niðurstöðum af mér, en svei mér þá þetta venst aldrei. Kannski sem betur fer því þá væri ég orðin köld inn við hjartarætur. Þetta er ekki vont fólk. Það bara kann ekki til verka og undirmenn blæða fyrir með vanlíðan og stressi. Erfiðasta viðtalið er eftir, það er stjórnandi sem notar eineltisaðferðir. Það viðtal er í fyrramálið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli