Alvöru vetur hjá okkur á sléttunni miklu.
mánudagur, desember 15, 2008
Það er 22 stiga frost úti og "rok". Það gerir -37 með vindkælingu. Það er fjandi kalt barasta. Við fórum til Minneapolis í gær á jólabarnaball Íslendingafélagsins. Ég sé alltaf um sönginn og dansinn á þeim ágæta fagnaði. Þegar við lögðum af stað var 6 stiga hiti, nokkuð sem er afar óvenjulegt í desember. Þegar við komum heim í gærkveldi var komið 17 stiga frost...23 stiga munur frá hádegi til 8 að kvöldi. Nú er komið kuldakast og hann gæti farið í -30 í fyrramálið og svo fer að snjóa seinnipartinn á morgun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli