miðvikudagur, febrúar 18, 2009
Það snjóar úti. Í fyrsta sinn síðan einhverntíma í janúar. Það er svo ósköp notalegt. Hljóðin allt öðruvísi, eins og veröldin sé vafin í bómull. Það á að snjóa fram eftir degi. Annars fylgist ég aðallega með snjóalögum í Vail því þangað fer ég á skíði í næstu viku. Annars lítur Fjallið mitt eina og sanna ekkert illa út þessa dagana og þar þekki ég náttúrulega mun fleiri en í Vail en það er nú allt í lagi því ég verð með mínum besta vini svo og henni Kristínu okkar. Hún er afskaplega skemmtilegur félagsskapur svo þetta verða ekki leiðinlegir dagar, það er ég alveg viss um.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
takk fyrir afmæliskveðjuna. Gæti hugsað mér margt verra en að skella mér í vetrarfrí til Vail með ykkur eitthvert árið.
Skrifa ummæli