Ég sit því inni á loftkældu herberginu mínu smá stund áður en ég dríf mig af stað á íþróttavöllinn.
fimmtudagur, apríl 16, 2009
Ég fór í ræktina hérna á hótelinu í Miami í morgun og æfði í tæpa tvo tíma. Svo fór ég á sundlaugarbarm og ætlaði að vera þar þangað til ég fer til University of Miami að horfa á örverpið mitt en ég entist ekki nema í rúman hálftíma. Það er ekkert heitt hérna, sem betur fer. Það var víst 35 gráður fyrr í vikunni en nú er "bara" 24 stiga hiti og á að fara í 27 seinna í dag en líkaminn minn er ennþá í apríl skapi og ég svitnaði hrikalega við að liggja grafkyrr í sólinni. Eftir svitabað morgunleikfiminnar þá var mér ekki setunnar boðið og dreif mig inn því ég ætla ekki að láta líða yfir mig seinna í dag. Það yrði ekki lítið neyðarlegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Og hvernig gekk svo örverpinu?
Skrifa ummæli