Síðasta kvöldið fórum við á æðislegan veitingastað Carlota sem brasilískur vinur okkar bauð okkur á. Maturinn var himneskur og staðurinn lítill og hlýlegur. Algerlega punkturinn yfir i-ið í ferðinni. Carla hefur gefið út matreiðslubækur en mér hefur ekki tekist að finna þær á ensku en ég ætla að halda áfram að leita. Eftirréttirnir eru bara "out of this world" og mig langar mikið að prófa eitthvað af þeim. Sérstaklega "Guava Suffle", oh my, oh my.
þriðjudagur, apríl 28, 2009
Við erum komin heim algerlega ósködduð eftir fína ferð til Brasilíu. Ekki komumst við til Rio í þessari ferð en eihverntíma fer ég þangað. Braislíumenn segja að fólk fari til Sao Paulo til að sinna viðskiptum en til Rio De Janeiro til að skemmta sér og ég get alveg tekið undir það að Sao Paulo er ekki skemmtiborg. Flestir Brasilíumenn sem við töluðum við spurðu hvort við ætluðum ekki örugglega að fara til Rio því þangað væri virkilega gaman að koma. Halla var svo boðið að koma að halda fyrirlestur í norð-austur Brasilíu í september og hann þáði það og því förum við væntanlega til Maceió í haust. Við sjáum svo til hvernig haustið púslast saman hversu miklum tíma við getum eytt í ferðina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli