miðvikudagur, apríl 01, 2009

Þá er að búa sig undir North-Carolina ferð á morgun. Það er nú svei mér gott að við verðum hjá Karólínu minni um helgina því lánið hefur ekki leikið við hana að undanförnu. Í síðustu viku kom í ljós að hægri sköflungurinn á henni var rétt við það að brotna undan álagi, hann er "bara" bólginn og helaumur og hún hefur gengið um í spelku síðan. Í gær þegar hún var að hlaupa 800m slitnaði svo hluti af "plantar fascia" á vinstri fæti og á hún all verulega erfitt með að stíga í fótinn og þar með eru báðir fætur úr kommisjón. Blessuð kellingin það á ekki af henni að ganga. Inni seasonin gekk svo óskaplega vel og útivertíðin leit afar vel út í síðustu viku og svo kom allt þetta. Ég spurði hana hvort hún hefði velt fyrir sér að hætta í fjölþrautinni og einbeita sér að tveimur greinum, en í nei, hún hélt nú ekki. Þetta myndi lagast.

Engin ummæli: