Hér er frekar kalt í veðri en glaða sólskin og því bjart og fallegt. Um hádaginn er svona 8-10 stiga hiti en vindurinn er kaldur en eitthvað dulítið ætlar hann að hlýna næstu dagana, svona kannski að 15 stigum. Vorið er komið, það er bara frekar kalt ennþá.
miðvikudagur, apríl 08, 2009
Við höfum tvö norsk ungmenni í heimsókn. Hann er náskyldur Halla, mamma hans og Halli eru systra börn, og svo er vinkona hans með í ferð. Í dag fórum við í Amish byggðir. Venjulega á þessum ferðum mínum þarna niðureftir er margt að sjá þar sem Amish fólkið er úti við að vinna og sinna sínum daglegu störfum, en í dag brá svo við að það voru afar fáir á ferli. Hver ástæðan er veit ég ekki, ég hef ekki minnstu hugmynd um hvort þau halda uppá páska eða hvort þetta var bara svona tilfallandi í dag. En allavegana þá var ekki margt að sjá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli