Kristín sendi mér djúserinn hennar í síðustu viku og nú bý ég til ferskan djús öllum stundum. Halli var nú hálf skeptískur á þetta uppátæki eiginkonunnar því ég hótaði honum því að það yrði djús í matinn marga daga vikunnar í sumar en honum finnst það sem ég hef gert hingað til alveg afbragsgott. Ég keypti litla bók með uppskriftum og hana las ég til þess að fá hugmyndir en ég hef nú aðallega verið í tilraunastarfsemi. Hádegismaturinn í dag var heimagerður djús sem í voru epli, appelsína, mango, sítróna, gulrót og vínber borið fram á klaka og þetta var nú með allra bestu hádegisverðum.
Nú er vorið komið með dásamlegu blíðuveðri og því verður heimagerður djús drykkur vorsins hér á bæ.
Annars fer ég til Miami í fyrramálið að horfa á Karólínu keppa í ACC. Ég býst við litlu því hún hefur verið meidd en það er aldrei hægt að afskrifa hana blessaða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli