Við höfum gengið þó nokkuð um borgina en við þar sem lítið sem ekkert er að sjá hérna í kringum hótelið þá höfum við tekið leigubíla þangað sem við viljum fara og gengið svo þar. Við fórum t.d. í gamla miðbæinn og svo gengum við eftir Paulista Ave. í gær og í hverfið allt þar í kring og það var afar gaman. Við fórum á kaffihús, listasafn, gallerí og veitingahús en þar sem við tölum ekki portúgölsku þá er þetta dulítið vandamál því mjög fáir tala ensku hér um slóðir en einhvernveginn gengur þetta samt.
Við fórum á listasýningu í gær með verkum eftir Vik Muniz og það var mjög skemmtilegt. Hvorugt okkar þekkti til hans fyrir sýninguna en þetta var áhugaverð sýning. Medusa Marinara fannst mér yndisleg svo og er þessi ekki slæm (Það er víst ekki beinn linkur á myndina en hún er í Pictures of Garbage seríunni og heitir Atlas). Svo fórum við í gallerí Romero Britto en hann er poplistamður sem býr í Miami Beach. Áhugavert en ekki mín deild í líst.
Í dag erum við svona ekki alveg búin að ákveða dagskrána en Brasilískt steikarhús er á dagskrá í kvöld. Og svo heim á morgun, 18 tíma ferð þar af 9 tíma flug frá Sao Paulo til Miami.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli