þriðjudagur, mars 31, 2009
Lífið er í einhverjum hlutlausum gír þessa dagana. Kannski er þetta lognið á undan storminum, en ég veit ekki um neinn storm í kortunum svo það verður þá eitthvað óvænt ef allt fer á fleygiferð. Það eru jú fullt af ferðalögum framundan en það er nú enginn stormur svona að öllu jöfnu að vera að ferðast. Vinnan mín er afskaplega róleg þessa dagana, Halli vinnur óvenju mikið, það er alger undantekning ef hann kemur heim fyrir klukkan 7 og hann er farinn út fyrir 6 alla daga. Ég sótti um post doc stöðu í "bioethics" deildinni og fer í viðtal einvherntíma bráðlega. Svo er bara að sjá til, enn er allt stopp og enginn ráðinn og engar stöður fylltar. Það er varla að námsstöður séu fylltar hvað þá venjulegar starfsmannastöður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Úff, þetta eru langir dagar hjá Halla. Vonandi nærðu þér fljótt í ökklanum Kata mín. Flott hjá þér að setja þér svona markmið með æfingunum!
Þakka þér fyrir Guðný mín. Allt kemur þetta víst með kalda vatninu.
Halli er aldrei ánægðari en þegar allt er viltlaust að gera svo þetta er nú hið besta mál.
Kveðja í bæinn
Skrifa ummæli