mánudagur, mars 16, 2009
Það er ekkert útlit fyrir að ég komist til Íslands yfir páskana, því miður. Þegar ég var búin að púsla saman öllum ferðaplönum vorsins og kom dimbilvikunni inná planið sem Íslandsdvöl þá mundi ég eftir því að frændi Halla frá Noregi kemur í heimsókn þá viku. Það verður mjög gaman að hafa hann en ég var bara svoddan álfur að gleyma þessu og var orðin svo óskaplega ánægð með að vera á Íslandi þessa vikuna þegar ég þurfti að ná mér niður á jörðina. Það var eins gott að ég var ekki búin að kaupa miðann, það munaði reyndar ekki miklu, kannski hálfum degi eða svo. Við erum svo að fara til Brasilíu 21. apríl svo þetta hefði passað flott inní púslið en svona er það. Það er nú engin ástæða til að syrgja það svo sem, en......
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli