mánudagur, mars 23, 2009

Það er grár vordagur. Rigning og svona gjóla, allavega á minn mælikvarða. Kannski kemur þrumuveður í kvöld eða á morgun. Það eru snjókorn í veðurspánni svona eins og við er að búast. Það væri skrýtinn mars og apríl sem engin snjókornin hefði í loftinu. Mig langaði svo mikið að fara útí garð að taka til um helgina. Það var svo hlýtt og yndislegt. En það er eins gott að bíða með að hreinsa frá í nokkrar vikur svo frostnætur skemmi ekki fjölæru plönturnr mínar. 

Við erum farin að lesa okkur til um Brasilíu en þangað förum við eftir fjórar vikur. Við verðum í Sao Paulo svo það er ekki víst að okkur takist að komast til Rio De Janeiro til að sjá Copacabana og Ipanema. Við sjáum til og reynum eins og við getum að komast út fyrir borgarmörk þriðju stærstu borgar í heimi.

Engin ummæli: