Það er ekki spurning, það er vor í lofti. Það á bara eftir að koma í ljós hversu hart vetur kallinn ætlar að berjast fyrir tilveru sinni.
þriðjudagur, mars 10, 2009
Það er rigning í dag og grátt úti. Eftir klukkubreytinguna á sunnudaginn hef ég ekki nógu góða skynjun fyrir tíma dagsins og sérstaklega ekki þegar grátt er úti. Mér brá þegar ég leit á klukkuna áðan og sá að hún var korter yfir átta, mér leið eins og hún væri ekki nema rétt um sjö. Annars er spáð kuldakasti næstu tvo dagana, það á víst að verða tíu stiga frost á morgun en svo fer hlýnandi og verður gott um helgina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli