fimmtudagur, mars 12, 2009

Ég er sest niður til vinnu. Fannst eitthvað hljótt hjá mér og setti itunes shuffle á. Fyrst kom Gunni Gunn með Stúlkuna mína hans Jóns Múla en svo kom Thank you for the music. Gamla góða ABBA. Alltaf jafn notaleg. Karólínu hefur gengið mjög vel í vor og fyrir hverja keppni horfir hún á Mamma Mia og svo er hún með Mamma Mia á ipoddinum sem hún hlustar á á milli átaka. Kastþjálfarinn hennar skildi ekkert í þessari vellíðan sem kemur yfir mína konu þegar hún hlustar á ABBA þangað til við skýrðum út fyrir henni að ABBA var spilað heima þegar fjölskyldan dansaði saman á eldhúsgólfinu. Karólína dansaði á tám pabba síns við Honey Honey, Dancing Queen og öll hin. Vellíðan er góð leið fyrir hana til að ná árangri, sérstaklega í tæknigreinum eins og hástökki og langstökki. Hún reyndar segir að ABBA geri lítið gagn fyrir kúluvarpið en það er nú önnur saga. 

1 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Skemmtilegt! :)