mánudagur, mars 30, 2009

Æfingar fyrir þríþrautina ganga þokkalega. Mér gengur mjög vel að synda og hjóla en hlaupin síður. Ég tognaði í hægri kálfa á miðvikudaginn og það var ekki gott fyrir hlaupaæfingar. Ég veit ekki af hverju kálfarnir á mér eru svona leiðinlegir við mig en ég togna mjög oft þegar ég byrja að hlaupa. Ég byrjaði svo varlega, og gerði þetta allt svo óskaplega hægt og bítandi, en það fór ekki betur en svona. Það sem verra er þá er þetta ekki bara í vöðvanum heldur nær þetta uppeftir lærinu aftanverðu og utanverðu og þá ekki í vöðva. Ég er að reyna að ganga og ná þannig upp hreyfingu í þessum vöðvum því það verður að segjast eins og er að ég sit alltof mikið fyrir framan tölvu og geng afskaplega lítið svona dagsdaglega. Þetta er svo fúlt því ég var farin að hlaupa 5-7 km án nokkurra vandræða í mjöðmunum eða bakinu. Ég hljóp að vísu afskaplega hægt og náði hjartslættinum svona rétt yfir "aerobic base," 145 en ég var að auka við hraðann og það var ekkert mál ... en nú reynir á þolinmæðina mína eina ferðina enn. Fj.....

Engin ummæli: